# started 2014-09-02T08:15:47Z "Ísland er næst stærsta eyjan í Evrópu, 103 þúsund km² að stærð. Ísland er á heitum reit á Atlantshafshryggnum tæplega 300 km austan við Grænland. Á Íslandi er mikil eldvirkni og víða jarðhiti, víða eru heitir hverir og er jarðhitinn nýttur til upphitunar húsa. Um það bil 10% eyjarinnar er undir jöklum, tæplega fjórðungur er gróinn, rúmlega helmingur er auðn og um 75% telst til hálendis. Eyjan er vogskorin nema suðurströndin, og flestir þéttbýlisstaðir standa við firði, víkur og voga.Helstu þéttbýlisstaðir eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Mosfellsbær liggja saman. Meðal stórra bæa í dreifbýli má nefna Akureyri, höfuðstað Norðurlands, Ísafjörð á Vestfjörðum, þéttbýli í Reykjanesbæ á Reykjanesi og Vestmannaeyjar."@is . "Nefnifall (skammstafað sem nf.) er fall sem fallorð geta staðið í. Nefnifall er almennt notað fyrir frumlag setninga og fyrir sagnfyllingar."@is . "Getur líka átt við Íslenska menningu, bók Sigurðar Nordals. Íslensk menning er menning Íslendinga. Hún er þekkt fyrir bókmenntasögu sína, sem er byggð á höfundum frá 12. og 14. öldum."@is . "Auður Auðuns (fædd á Ísafirði 18. febrúar 1911, lést 19. október 1999) var íslenskur lögfræðingur og stjórnmálamaður til margra ára. Hún var fyrsta konan sem útskrifaðist á Íslandi sem lögfræðingur og fyrsta konan sem varð borgarstjóri Reykjarvíkur og ráðherra á Íslandi."@is . "Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „Evrópa“Evrópa eða Norðurálfa er ein af sjö heimsálfum jarðarinnar, í þessu tilviki mætti frekar kalla álfuna menningarsvæði heldur en ákveðna staðháttafræðilega heild, sem leiðir til ágreinings um landamæri álfunnar. Evrópa er, sem heimsálfa, staðsett á miklum skaga úr Asíu (Evrópuskaganum), og myndar með henni Evrasíu.Landamæri Evrópu eru náttúruleg að mestu leyti. Þau liggja um Norður-Íshaf í norðri, Atlantshaf í vestri (að Íslandi meðtöldu), um Miðjarðarhaf, Dardanellasund og Bospórussund í suðri og eru svo yfirleitt talin liggja um Úralfjöll í austri. Flestir telja Kákasusfjöll einnig afmarka Evrópu í suðri og Kaspíahaf í suðaustri.Evrópa er næstminnsta heimsálfan að flatarmáli, en hún er um 10.390.000 ferkílómetrar eða 2,0 % af yfirborði jarðarinnar. Hvað varðar íbúafjölda er Evrópa þriðja fjölmennasta heimsálfan, á eftir Asíu og Afríku. Í henni búa fleiri en 710.000.000 manna. Það eru 12 % af íbúafjölda heimsins.Evrópusambandið (ESB) er stærsta pólitíska og efnahagslega eining álfunnar en því tilheyra 27 aðildarríki. Næststærsta einingin er Rússland."@is . "Forsætisráðherra Íslands er höfuð ríkisstjórnar Íslands líkt og í flestum þeim löndum þar sem höfuð ríkisstjórnar er ekki þjóðhöfðingi."@is . "Lofsöngur er sálmur eftir Matthías Jochumsson við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar samið fyrir þjóðhátíð í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Lag og ljóð voru frumflutt af blönduðum kór við hátíðarguðsþjónustu sem hófst klukkan 10:30 í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. ágúst 1874 sem Lofsöngur í minningu Íslands þúsund ára og var konungur Danmerkur (og þar með konungur Íslands), Kristján IX, viðstaddur þá athöfn.Ljóðið öðlaðist í kjölfar þess vinsældir meðal almennings sem þjóðsöngur og var flutt sem slíkt við fullveldistökuna 1918, sú staða ljóðs og lags var svo fest í „lög um þjóðsöng Íslendinga“ [1], sem voru samþykkt á Alþingi 8. mars 1983 og tóku gildi 25. mars sama ár. Áður var vísan Eldgamla Ísafold eftir Bjarna Thorarensen við lagið God Save the Queen oft sungin sem einhvers konar þjóðsöngur, en það þótti ekki hæfa að notast við sama lag og aðrar þjóðir nota við þjóðsöng sinn.Lofsöngurinn gengur oftast undir heitinu Ó, Guð vors lands, sem er fyrsta ljóðlína hans og er það meðal annars notað sem heiti ljóðsins í lögum um þjóðsönginn, en er þó skrifað þar án kommu á eftir ó–inu."@is . "Borgarstjóri Reykjavíkur er æðsta embætti Reykjavíkurborgar. Núverandi borgarstjóri er Jón Gnarr.Í bæjarstjórnarlögum fyrir Reykjavík sem sett voru árið 1907 var í fyrsta sinn kveðið á um embætti borgarstjóra. Embættið var auglýst árið 1908 og sóttu tveir um stöðuna, þeir Páll Einarsson og Knud Zimsen. Páll var ráðinn til sex ára en að þeim tíma loknum ákvað hann að hætta störfum og Knud Zimsen tók við embættinu. Hann hélt því til ársins 1932.Eftirtaldir hafa gegnt embætti borgarstjóra í Reykjavík:"@is . "Danmörk (danska: Danmark; framburður ) er land í Evrópu sem ásamt Grænlandi og Færeyjum myndar Konungsríkið Danmörk.Danmörk samanstendur af Jótlandsskaga og 443 eyjum en af þeim eru 72 (2007) byggðar. Landið liggur að sjó að vestan, norðan og austan. Að vestan er Norðursjór, Skagerrak og Kattegat að norðvestan og norðaustan og Eystrasalt að austan, en að sunnan á Danmörk landamæri að Þýskalandi við suðurenda Jótlands.Jótland er skagi sem gengur til norðurs út úr Evrópuskaganum. Það er stærsti hluti Danmerkur. Auk Jótlandsskagans er mikill fjöldi byggðra eyja sem eru í Eystrasalti. Stærstar eru Sjáland og Fjón. Helstu borgir eru Kaupmannahöfn á Sjálandi; Óðinsvé á Fjóni; Árósar, Álaborg, Esbjerg, Randers, Kolding, Horsens og Vejle á Jótlandi.Danmörk var áður mun víðáttumeira ríki en það er í dag. Bæði átti það miklar lendur austan Eyrarsunds, Skán, Halland og Bleiking og einnig bæði héruðin Slésvík og Holtsetaland og náðu landamærin suður fyrir Hamborg þegar veldið var sem mest.Danska konungsættin er elsta ríkjandi konungsætt í heimi. Á nítjándu öld gekk Noregur úr konungssambandi við Danmörku og var þá um tíma undir sænska konunginum. Á 20. öld fékk svo Ísland sjálfstæði frá Dönum, en Færeyjar og Grænland eru enn í konungssambandi við Danmörku þó að bæði löndin hafi fengið heimastjórn.Fótbolti er lang vinsælasta íþróttin í Danmörku."@is . "Sýslur Íslands eru fyrrverandi stjórnsýslueiningar sem eru ekki lengur opinberlega í gildi. Þó eru í gildi embætti sýslumanna en stjórnsýsluumdæmi sýslumanna ráðast af legu sveitarfélaga. Í daglegu tali er enn talað um sýslur.Í flokkunarkerfi Sarps er minjum úthlutuð landfræðileg staðsetning eftir sýslum."@is . "Marteinn Lúther (stundum líka Marteinn Lúter á íslensku) (10. nóvember 1483 – 18. febrúar 1546) (þýska: Martin Luther) var þýskur munkur af Ágústínusarreglunni og prófessor í biblíufræðum við Háskólinn í Wittenberg. Hann er þekktastur fyrir að vera einn af siðbótarmönnum kirkjunnar á 16. öld. Við hann er kennd evangelísk-lúthersk kirkja. Lúther var fjölhæfur guðfræðingur og iðinn rithöfundur. Eftir hann liggur mikið safn rita af ýmsum toga. Hann stóð einnig fyrir þýðingu Biblíunnar yfir á þýsku.Marteinn Lúther negldi táknrænt skjal á dyr kirkjunnar í Wittenberg, þar sem hann setti fram í 95 greinum kenningar sínar um kristna trú og leiðir til þess að endurbæta hana, þá sér í lagi með tilliti til sölu á syndaaflausn. Með þessum gjörningi kom hann af stað Mótmælendahreyfingunni innan Rómversk-kaþólsku kirkjunnar sem þróaðist loks í evangelísku-lúthersku kirkjuna."@is . "Noregur er land, á Skandinavíuskaganum í Norður-Evrópu, hefur landamæri að Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi og er eitt Norðurlandanna. Í Noregi búa um það bil 5.000.000 manns (2012). Höfuðborg landsins er Osló. Tungumál Norðmanna er norska (sem hefur tvö opinber ritunarform, bókmál og nýnorsku), ásamt samískum tungumálum. Norskt talmál einkennist af miklum mállýskumun. Notkun mállýsku í venjulegu talmáli er jafn algeng hjá þeim sem nota bókmál eins og þeim sem nota nýnorsku sem ritmál. Noregur er sagt vera friðsælasta land í heimi, árið 2007 samkvæmt Global Peace Index."@is . "Konungsríkið Svíþjóð (sænska: Konungariket Sverige) er land í Norður-Evrópu og eitt Norðurlandanna. Landamæri liggja að Noregi til vesturs og Finnlandi til norðausturs, landið tengist Danmörku með Eyrarsundsbrúnni. Einnig liggur landið að Eystrasaltinu til austurs. Svíþjóð er fjölmennust Norðurlanda með yfir níu milljónir íbúa en er þó frekar strjálbýlt. Langflestir íbúanna búa í suðurhluta landsins.Höfuðborg Svíþjóðar er Stokkhólmur. Aðrar stærstu borgir landsins, í stærðarröð, eru Gautaborg, Málmey, Uppsalir, Linköping, Västerås, Örebro, Karlstad, Norrköping, Helsingjaborg, Jönköping, Gävle, Sundsvall og Umeå.Um helmingur landsins er skógi vaxinn (aðallega greni og furu) sem nýtt er í timbur- og pappírsgerð. Í suðurhluta landsins eru einnig eikar– og beykiskógar. Í norðurhluta landsins er mikil námuvinnsla; einkum er þar unninn járnmálmur en þar er einnig að finna ýmsa aðra málma. Aðaliðnaðarsvæðið er um mitt landið en landbúnaður einkennir mjög suðurhlutann."@is . "Pólland (pólska: Polska), að fullu nafni Lýðveldið Pólland (pólska: Rzeczpospolita Polska, kassúbíska: Pòlskô Repùblika, silesíska: Polsko Republika), er land í Evrópu. Það á landamæri að Þýskalandi í vestri, Tékklandi og Slóvakíu í suðri, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Litháen í austri og Rússlandi í norðri. Landið á strönd að Eystrasalti og renna þar árnar Odra og Visla í sjó. Pólland er 312.679 ferkílómetrar að flatarmáli og er það níunda stærsta land Evrópu. Íbúar landsins eru rúmlega 38 milljónir og er það sjötta fjölmennasta ríki Evrópusambandsins."@is . "Háskólinn á Akureyri er háskóli í bænum Akureyri á Íslandi sem stofnaður var árið 1987. Hann hefur vaxið mikið síðan og í dag eru þar skráðir í kring um 1.500 nemendur en af þeim eru um 500 í fjarnámi en um 900 í staðbundnu námi. Skólinn er meðal þeirra fremstu á Íslandi á sviði fjarnáms."@is . "Handelshøyskolen BI (Ísl: Norski viðskipta- og stjórnunarháskólinn BI) er einkaskóli, með höfuðstöðvar rétt utan við Ósló í Noregi (höfuðstöðvarnar munu flytjast til Ósló í ágúst 2005) Árið 2002 voru um 19.500 nemendur við skólan, af þeim voru um 10.000 í fullu námi, og um 390 starfsmenn. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í viðskiptafræðum bæði á norsku og ensku. Nær allt nám til mastersgráðu er á ensku.Skólinn var stofnaður árið 1943 sem ráðgjafafyrirtæki er bauð upp á kvöldskóla í bókfærslu. Síðan þá hefur skólanum vaxið fiskur um hrygg og er nú alþjóðlegur skóli sem býður upp á nám í viðskipta- og stjórnunarfræðum. Í dag er BI stærsti viðskiptaháskóli í Evrópu og næststærsta skólastofnun í Noregi."@is . "Sveitarfélag er svæðisbundin stjórnsýslueining innan ríkis sem er lægra sett en yfirstjórn ríkisins. Sveitarfélög hafa yfirleitt skýrt ákvörðuð landamörk og taka oft yfir eina borg, bæ eða þorp eða sveitahérað. Ein skilgreining á sveitarfélagi er að þau séu lægstu stjórnsýslueiningarnar sem hafa lýðræðislega kjörna stjórn.Sveitarfélög sjá yfirleitt um grunnþjónustu við borgarana á borð við sorphirðu, skóla og almenningssamgöngur. Þau geta myndað byggðasamlög með öðrum sveitarfélögum til að tækla verkefni sem ella yrði erfitt að framfylgja."@is . "Íslenska er indóevrópskt, germanskt og vesturnorrænt tungumál sem er einkum talað og ritað á Íslandi og er móðurmál langflestra Íslendinga. Það hefur tekið minni breytingum frá fornnorrænu en önnur norræn mál og er skyldara norsku og færeysku en sænsku og dönsku."@is . "Fyrir þráðlausu nettenginguna má sjá: Heitur reitur (net).Heitur reitur er í jarðfræði staður á yfirborði jarðar þar sem eldvirkni er mikil sökum möttulstróks sem af ber heita kviku úr iðrum jarðar upp að jarðskorpunni (sem af þessum sökum er þynnri en annars staðar), um 50 heitir reitir eru þekktir, helstir þeirra eru Hawaii, Íslands og Yellowstone reitirnir. Fyrirbærinu var fyrst lýst af kanadíska jarðvísinda og jarðfræðingnum John Tuzo Wilson í flekakenningu hans árið 1963, þar sem hann hélt fram að eldfjallakeðjur eins og Hawaiieyjar mynduðust sökum þess að jarðflekar færðust yfir fastan punkt (heitan reit) á löngum tíma á jarðsögulegum mælikvarða."@is . "Íslensk skáld og rithöfundarFlokkun skálda á aldir fer hvorki eftir fæðingarári né dánarári, heldur er miðað við hvenær skáldin voru virkust og gáfu mest út. Listinn er ekki tæmandi."@is . "Skáld er sá sem yrkir ljóð (ljóðskáld). Heitið er einnig notað um leikritahöfunda (leikskáld), enda voru leikrit skrifuð í bundnu máli fram á 19. öld. Heitið er sjaldnar notað um rithöfunda — þá sem semja skáldsögur.Stundum eru athafnamenn upphafnir með því að kalla þá „athafnaskáld“ og einnig eru til svokölluð nýyrðaskáld."@is . "Háskólinn í Reykjavík (HR) er rannsóknar- og menntastofnun sem útskrifar nemendur úr fjórum deildum. Þær eru lagadeild, tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. Við HR er jafnframt starfræktur Opni háskólinn í HR, sem sérhæfir sig í sí- og endurmenntun fyrir sérfræðinga og stjórnendur. Jafnframt geta nemendur sem vantar tilskilinn undirbúning stundað nám í frumgreinadeild og að því loknu sótt um grunnnám. Í stefnu HR segir meðal annars að hlutverk Háskólans í Reykjavík sé að skapa ogmiðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi."@is .