# started 2014-09-02T08:16:10Z "Ísland er næst stærsta eyjan í Evrópu, 103 þúsund km² að stærð. Ísland er á heitum reit á Atlantshafshryggnum tæplega 300 km austan við Grænland. Á Íslandi er mikil eldvirkni og víða jarðhiti, víða eru heitir hverir og er jarðhitinn nýttur til upphitunar húsa. Um það bil 10% eyjarinnar er undir jöklum, tæplega fjórðungur er gróinn, rúmlega helmingur er auðn og um 75% telst til hálendis."@is . "Nefnifall (skammstafað sem nf.) er fall sem fallorð geta staðið í. Nefnifall er almennt notað fyrir frumlag setninga og fyrir sagnfyllingar."@is . "Getur líka átt við Íslenska menningu, bók Sigurðar Nordals. Íslensk menning er menning Íslendinga. Hún er þekkt fyrir bókmenntasögu sína, sem er byggð á höfundum frá 12. og 14. öldum."@is . "Auður Auðuns (fædd á Ísafirði 18. febrúar 1911, lést 19. október 1999) var íslenskur lögfræðingur og stjórnmálamaður til margra ára. Hún var fyrsta konan sem útskrifaðist á Íslandi sem lögfræðingur og fyrsta konan sem varð borgarstjóri Reykjarvíkur og ráðherra á Íslandi."@is . "Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „Evrópa“Evrópa eða Norðurálfa er ein af sjö heimsálfum jarðarinnar, í þessu tilviki mætti frekar kalla álfuna menningarsvæði heldur en ákveðna staðháttafræðilega heild, sem leiðir til ágreinings um landamæri álfunnar. Evrópa er, sem heimsálfa, staðsett á miklum skaga úr Asíu (Evrópuskaganum), og myndar með henni Evrasíu.Landamæri Evrópu eru náttúruleg að mestu leyti."@is . "Forsætisráðherra Íslands er höfuð ríkisstjórnar Íslands líkt og í flestum þeim löndum þar sem höfuð ríkisstjórnar er ekki þjóðhöfðingi."@is . "Lofsöngur er sálmur eftir Matthías Jochumsson við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar samið fyrir þjóðhátíð í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Lag og ljóð voru frumflutt af blönduðum kór við hátíðarguðsþjónustu sem hófst klukkan 10:30 í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2."@is . "Borgarstjóri Reykjavíkur er æðsta embætti Reykjavíkurborgar. Núverandi borgarstjóri er Jón Gnarr.Í bæjarstjórnarlögum fyrir Reykjavík sem sett voru árið 1907 var í fyrsta sinn kveðið á um embætti borgarstjóra. Embættið var auglýst árið 1908 og sóttu tveir um stöðuna, þeir Páll Einarsson og Knud Zimsen. Páll var ráðinn til sex ára en að þeim tíma loknum ákvað hann að hætta störfum og Knud Zimsen tók við embættinu."@is . "Danmörk (danska: Danmark; framburður ) er land í Evrópu sem ásamt Grænlandi og Færeyjum myndar Konungsríkið Danmörk.Danmörk samanstendur af Jótlandsskaga og 443 eyjum en af þeim eru 72 (2007) byggðar. Landið liggur að sjó að vestan, norðan og austan. Að vestan er Norðursjór, Skagerrak og Kattegat að norðvestan og norðaustan og Eystrasalt að austan, en að sunnan á Danmörk landamæri að Þýskalandi við suðurenda Jótlands.Jótland er skagi sem gengur til norðurs út úr Evrópuskaganum."@is . "Sýslur Íslands eru fyrrverandi stjórnsýslueiningar sem eru ekki lengur opinberlega í gildi. Þó eru í gildi embætti sýslumanna en stjórnsýsluumdæmi sýslumanna ráðast af legu sveitarfélaga. Í daglegu tali er enn talað um sýslur.Í flokkunarkerfi Sarps er minjum úthlutuð landfræðileg staðsetning eftir sýslum."@is . "Noregur er land, á Skandinavíuskaganum í Norður-Evrópu, hefur landamæri að Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi og er eitt Norðurlandanna. Í Noregi búa um það bil 5.000.000 manns (2012). Höfuðborg landsins er Osló. Tungumál Norðmanna er norska (sem hefur tvö opinber ritunarform, bókmál og nýnorsku), ásamt samískum tungumálum. Norskt talmál einkennist af miklum mállýskumun. Notkun mállýsku í venjulegu talmáli er jafn algeng hjá þeim sem nota bókmál eins og þeim sem nota nýnorsku sem ritmál."@is . "Marteinn Lúther (stundum líka Marteinn Lúter á íslensku) (10. nóvember 1483 – 18. febrúar 1546) (þýska: Martin Luther) var þýskur munkur af Ágústínusarreglunni og prófessor í biblíufræðum við Háskólinn í Wittenberg. Hann er þekktastur fyrir að vera einn af siðbótarmönnum kirkjunnar á 16. öld. Við hann er kennd evangelísk-lúthersk kirkja. Lúther var fjölhæfur guðfræðingur og iðinn rithöfundur. Eftir hann liggur mikið safn rita af ýmsum toga."@is . "Konungsríkið Svíþjóð (sænska: Konungariket Sverige) er land í Norður-Evrópu og eitt Norðurlandanna. Landamæri liggja að Noregi til vesturs og Finnlandi til norðausturs, landið tengist Danmörku með Eyrarsundsbrúnni. Einnig liggur landið að Eystrasaltinu til austurs. Svíþjóð er fjölmennust Norðurlanda með yfir níu milljónir íbúa en er þó frekar strjálbýlt. Langflestir íbúanna búa í suðurhluta landsins.Höfuðborg Svíþjóðar er Stokkhólmur."@is . "Pólland (pólska: Polska), að fullu nafni Lýðveldið Pólland (pólska: Rzeczpospolita Polska, kassúbíska: Pòlskô Repùblika, silesíska: Polsko Republika), er land í Evrópu. Það á landamæri að Þýskalandi í vestri, Tékklandi og Slóvakíu í suðri, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Litháen í austri og Rússlandi í norðri. Landið á strönd að Eystrasalti og renna þar árnar Odra og Visla í sjó. Pólland er 312.679 ferkílómetrar að flatarmáli og er það níunda stærsta land Evrópu."@is . "Háskólinn á Akureyri er háskóli í bænum Akureyri á Íslandi sem stofnaður var árið 1987. Hann hefur vaxið mikið síðan og í dag eru þar skráðir í kring um 1.500 nemendur en af þeim eru um 500 í fjarnámi en um 900 í staðbundnu námi. Skólinn er meðal þeirra fremstu á Íslandi á sviði fjarnáms."@is . "Handelshøyskolen BI (Ísl: Norski viðskipta- og stjórnunarháskólinn BI) er einkaskóli, með höfuðstöðvar rétt utan við Ósló í Noregi (höfuðstöðvarnar munu flytjast til Ósló í ágúst 2005) Árið 2002 voru um 19.500 nemendur við skólan, af þeim voru um 10.000 í fullu námi, og um 390 starfsmenn. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í viðskiptafræðum bæði á norsku og ensku. Nær allt nám til mastersgráðu er á ensku.Skólinn var stofnaður árið 1943 sem ráðgjafafyrirtæki er bauð upp á kvöldskóla í bókfærslu."@is . "Sveitarfélag er svæðisbundin stjórnsýslueining innan ríkis sem er lægra sett en yfirstjórn ríkisins. Sveitarfélög hafa yfirleitt skýrt ákvörðuð landamörk og taka oft yfir eina borg, bæ eða þorp eða sveitahérað. Ein skilgreining á sveitarfélagi er að þau séu lægstu stjórnsýslueiningarnar sem hafa lýðræðislega kjörna stjórn.Sveitarfélög sjá yfirleitt um grunnþjónustu við borgarana á borð við sorphirðu, skóla og almenningssamgöngur."@is . "Íslenska er indóevrópskt, germanskt og vesturnorrænt tungumál sem er einkum talað og ritað á Íslandi og er móðurmál langflestra Íslendinga. Það hefur tekið minni breytingum frá fornnorrænu en önnur norræn mál og er skyldara norsku og færeysku en sænsku og dönsku."@is . "Fyrir þráðlausu nettenginguna má sjá: Heitur reitur (net).Heitur reitur er í jarðfræði staður á yfirborði jarðar þar sem eldvirkni er mikil sökum möttulstróks sem af ber heita kviku úr iðrum jarðar upp að jarðskorpunni (sem af þessum sökum er þynnri en annars staðar), um 50 heitir reitir eru þekktir, helstir þeirra eru Hawaii, Íslands og Yellowstone reitirnir."@is . "Íslensk skáld og rithöfundarFlokkun skálda á aldir fer hvorki eftir fæðingarári né dánarári, heldur er miðað við hvenær skáldin voru virkust og gáfu mest út. Listinn er ekki tæmandi."@is . "Skáld er sá sem yrkir ljóð (ljóðskáld). Heitið er einnig notað um leikritahöfunda (leikskáld), enda voru leikrit skrifuð í bundnu máli fram á 19. öld. Heitið er sjaldnar notað um rithöfunda — þá sem semja skáldsögur.Stundum eru athafnamenn upphafnir með því að kalla þá „athafnaskáld“ og einnig eru til svokölluð nýyrðaskáld."@is . "Háskólinn í Reykjavík (HR) er rannsóknar- og menntastofnun sem útskrifar nemendur úr fjórum deildum. Þær eru lagadeild, tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. Við HR er jafnframt starfræktur Opni háskólinn í HR, sem sérhæfir sig í sí- og endurmenntun fyrir sérfræðinga og stjórnendur. Jafnframt geta nemendur sem vantar tilskilinn undirbúning stundað nám í frumgreinadeild og að því loknu sótt um grunnnám."@is . "Sveinn Björnsson (27. febrúar 1881 í Kaupmannahöfn í Danmörku – 25. janúar 1952) var fyrsti forseti Íslands. Kona hans var dönsk og hét Georgía Björnsson (fædd Georgia Hoff-Hansen). Þau áttu sex börn. Elsti sonur hans, Björn Sv. Björnsson, var mjög umdeildur eftir seinni heimsstyrjöldina vegna tengsla sinna við þýska nasistaflokkinn."@is . "Rússneska sambandsríkið (rússneska: Росси́йская Федера́ция, umritun: Rossíjskaja Federácija) eða Rússland (rússneska: Росси́я, umritun: Rossíja) er víðfemt land í Austur-Evrópu og Norður-Asíu. Landið er það langstærsta að flatarmáli í heiminum, það er nánast tvöfalt stærra en Kanada sem er næststærst. Landið er einnig það sjöunda fjölmennasta í heiminum.Landið var áður mikilvægasta sambandslýðveldi Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði eftir upplausn þeirra árið 1991."@is . "Mosfellsbær (einnig kallaður Mosó í talmáli) er sveitarfélag sem liggur norðaustan við Reykjavík.Mosfellsbær varð til 9. ágúst 1987 þegar Mosfellshreppur fékk kaupstaðarréttindi.Nokkrar sundlaugar fyrirfinnast í Mosfellsbæ, eins og sundlaugin Varmá og Lágafellslaug."@is . "Ósló er höfuðborg Noregs. Þar bjuggu rúmlega 600 þúsund íbúar árið 2011. Fylkið, sveitarfélagið og bærinn heita öll Ósló. Borgin er vinabær Reykjavíkur. Borgarstjóri er Fabian Stang sem situr fyrir hægrimenn. Fylkið Ósló er það fjölmennasta í landinu og er staðsett í landshlutanum Austurland."@is . "Vladímír Vladímírovítsj Pútín (Владимир Владимирович Путин á rússnesku) (fæddur 7."@is . "Jafnvægisskyn er eitt af skynfærunum, það gerir mönnum og dýrum mögulegt að halda jafnvægi. Jafnvægisskynfærin í mönnum eru í innra eyra og eru í bogagöngunum, sem eru vökvafyllt og vaxin skynhárum að innan, sem skynja hreyfingu í vökvanum."@is . "Líffærakerfi er í líffræði hópur líffæra sem eru samsett úr vef, líffæri þessi hafa eitt eða fleiri hlutverk í líkama dýrsins."@is . "Höfuðborg er sú borg í gefnu ríki þar sem stjórnvöld ríkisins hafa oftast aðsetur, dæmi: Osló. Einnig er talað um höfuðborgir fylkja í sambandsríkjum."@is . "Beinakerfið er í líffræði stoðkerfi dýra og samanstendur það af beinagrind, en til eru þrjár mismunandi gerðir beinagrinda: ytri stoðgrind, innri stoðgrind og vökvastöðustoðgrind."@is . "Höfuðkúpan (hauskúpa eða haus(s)kella) (latína cranium af gríska orðinu κρανιον) er þyrping beina efst á hryggsúlunni, sem hefur að geyma heilann, augun og efsta hluta mænunnar. Hauskúpa manns er úr 22 beinum af ýmsum stærðum og gerðum, auk tungubeins, tanna og þriggja beina í miðeyra hvoru megin. Hlutar höfuðkúpurnar eru tengdir saman með (tenntum) beinsaumum."@is . "Beinvefur er harður og steinefnaríkur stoðvefur, gerður úr bandvefsþráðum og steinefnum, einkum kristölluðum kalsíumfosfatsöltum, en einnig natríum-, kalíum-, klór- og flúorsöltum.Beinvefjum er gjarnan skipt í tvennt: Þéttbein FrauðbeinBeinhimna umlykur allan beinvef en hún er úr bandvef. Hún aðstoðar beinin við að gróa með næringartilfærslu. Endar beina sem mæta öðrum beinum er brjósk."@is . "Beinagrind mannsins er hluti stoðkerfis mannslíkamans gegnir eftirfarandi hlutverkum: Hún heldur líkamanum uppréttum Hún styður við vefi og líffæri Hún verndar lífsnauðsynleg líffæri Bein hennar flytja til vöðvakrafta Rauði beinmergur beinanna framleiðir blóðfrumur Beinin eru forðabúr fyrir kalk- og fosföt.Mannbeinagrindinni er gjarnan skipt í tvo flokka beina: Möndulhluta, sem er höfuðkúpa, hryggsúla, rifbein og bringubein Viðhengishluta, en honum tilheyra efri og neðri útlimir, axlagrindur og mjaðmagrind, að undanskildu spjaldbeininu.Stutt yfirlit yfir þau bein sem eru á myndinni til hliðar:"@is . "Þetta er listi yfir íslensk sveitarfélög í röð eftir mannfjölda ásamt upplýsingum um breytingu frá fyrra á